Bónus mun opna nýja matvöruverslun á Norðurtorgi á Akureyri í maí. Afhending á húsnæðinu var nú fyrir helgi.
Verslunin verður ríflega 2000 m2 að stærð og verður staðsett við hlið verslana Rúmfatalagersins og ILVA sem þegar eru á Norðurtorgi.
„Við erum spennt að kynna nýja verslun fyrir Akureyringum og nærsveitungum ásamt ferðafólki í sumar,“ segir í tilkynningu frá Bónus.