Framsókn

Ný bók eftir Jóhann Örlygsson og Sean Scully

Ný bók eftir Jóhann Örlygsson og Sean Scully

Hið virta vísindaforlag Springer hefur gefið út bók eftir Jóhann Örlygsson, prófessor við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri og Dr. Sean Scully, aðjúnkt við Auðlindadeild. Bókin ber titilinn Thermophilic Anaerobes – Phylogeny, Physiology and Biotechnological Applications. Hún fjallar um helstu rannsóknasvið þeirra Jóhanns og Sean á síðustu 15 árum þar sem þeir hafa rannsakað loftfirrtar bakteríur sem hafa verið einangraðar úr heitum hverum á Íslandi og hægt er að nota í margvíslegri líftækni.

Í bókinni eru 9 kaflar sem fjalla um þessar bakteríur, allt frá skyldleika þeirra, einangrun og ræktun, lífeðlisfræði sem og til hæfileika þeirra til að framleiða lífeldsneyti eins og etanól og vetni, eða verðmætari efni eins og 1,2-propanediol, 1,3-propandiol, eða greinótt alkóhól.

Áhugasöm geta lesið nánar um innihald bókarinnar og nálgast hana hér.

Mynd og frétt: unak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó