Ný auglýsingaherferð frá Krafti – Frægir „bera á sér skallann“

Ný auglýsingaherferð frá Krafti – Frægir „bera á sér skallann“

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, boðar til vitundarvakningar um ungt fólk og krabbamein.

Félagsmenn Krafts eru krabbameinsgreindir einstaklingar á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á aðstæðum þessa fólks.  Auk þess verður leitað til almennings að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar til að styðja við bakið á starfseminni.

Hluti af herferð Krafts verður að perla armbönd sem á stendur „Lífið er núna“ og eru þau  seld til styrktar Krafti.

Kraftur fékk auk þess þau Annie Mist Crossfit-drottningu, Björgvin Pál landsliðsmarkmann, Jón Jónsson tónlistarmann, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Sögu Garðarsdóttur leikkonu og Þorvald Davíð leikara til að “bera á sér skallann”. Myndirnar sýna fram á að hver sem er getur greinst með krabbamein en um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18 – 40 ára greinast með krabbamein ár hvert á Íslandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó