Northern Lights – Fantastic Film Festival er þematengd kvikmyndahátíð haldin nálægt hrekkjavöku í fyrsta sinn á Akureyri, dagana 26. til 29. október n.k. Hátíðin sýnir 38 alþjóðlegar stuttmyndir (fantastic-animation-horror-sci-fi) í Hofi, sem keppa til veglegra verðlauna.
Heiðursgestur hátíðarinnar er Christopher Newman sem framleiddi m.a. Game of Thrones, Lord of the Rings – Rings of Power. Christopher verður þannig fyrsti fantastic kvikmyndagerðarmaðurinn sem hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir sitt framlag til fantastic kvikmyndaverka.
Christopher tekur einnig þátt í pallborði og situr í dómnefnd ásamt leikstjórunum Ingu Lísu Middleton, sem einnig tekur þátt í pallborði, og Erlingi Óttari Thoroddsen. Dómnefnd velur bestu fantastic myndina sem hlýtur í verðlaun 1000 EUR og 1 milljón kr. í tækjaúttekt hjá KUKL.
Til gamans má geta að ein stuttmyndanna sem tekur þátt í hátíðinni komst á blað hjá Guinnes World Records í janúar fyrir „Most Awards won by a short film“ þegar hún fékk verðlaun númer 1.125. Svo er ein mynd sem heitir „Boob Cockpit“.
Tveir bransaviðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar í Listasafni Akureyrar.
Pallborð – Afhverju er þjóðsagnararfurinn vannýttur í íslenskum kvikmyndaverkum og hvernig breytum við því? Þátttakendur: Christopher Newman, Inga Lísa Middleton ofl.
Meistaraspjall – Tónlist og hljóðhönnun í fantastic kvikmyndaverkum.
Þátttakendur: Hilmar Örn Hilmarsson kvikmyndatónskáld, Kjartan Kjartansson hjóðhönnuður ofl.
Ýmsir fantastic viðburðir verða haldnir samhliða hátíðinni, eins og t.d. fantastic hrekkjavökubúningaball, tónleikar og fantastic pub quiz og munu allir sem eru fantastic finna eitthvað við sitt hæfi. Kvikmyndagerðarfólk sem kemur víðs vegar að úr heiminum mun einnig setja lit sinn á hátíðina, bæði til að fylgja myndum sínum eftir en einnig til að upplifa fantastic helgi á Akureyri.
Aðstandendur hátíðarinnar eru þau Ársæll Sigurlaugar Níelsson, leikari & framleiðandi, Brynja Baldursdóttir, myndlistakona & hönnuður og Marzibil Sæmundardóttir, kvikmyndagerðarkona.
Allir aðstandendur eru til í spjall við fjölmiðla til að ræða um og kynna hátíðina. Brynja er staðsett fyrir norðan en Marzibil og Ársæll í Reykjavík.
UMMÆLI