Íbúum Akureyrar gefst nú tækifæri á að vera með ljósleiðara frá Nova, en félagið hefur gert samstarfssamning við Tengi, fjölskyldufyrirtæki á Akureyri, sem auðveldar Akureyringum að fá háhraða nettengingu inn á heimilið. Áður bauð Nova upp á heimatengingar á svæðinu í gegnum 5G en sökum landfræðilegra takmarkanna hefur Nova ekki getað boðið upp á ljósleiðara á svæðinu fyrr en nú. Akureyringar geta sótt um ljósleiðara hjá Nova strax í dag.
Tengi á sér langa sögu á Akureyri en það var stofnað árið 2002 með það markmið að byggja upp ljósleiðaranet á Eyjafjarðarsvæðinu. Finna má ljósleiðara Tengis í fjölda sveitarfélaga á norður og austurlandi, til að mynda á Dalvík, Vopnafirði og Fjallabyggð svo dæmi séu tekin.
Nova hefur boðið uppá ljósleiðara síðan 2016 og hóf 5G byltinguna á Akureyri árið 2021. Nova á sér langa sögu á Akureyri en fyrsta verslunin var opnuð árið 2008 við góðar undirtektir. Verslunin tók síðan miklum breytingum í fyrra en þá var hún færð inn í Glerártorg.
Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Nova upplifunar: „Þetta er frábært skref bæði fyrir okkur og íbúa Akureyrar. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga frá heimamönnum á Akureyri um að fá ljósleiðara hjá okkur og núna getum við loksins veitt þeim þá þjónustu. Þau hjá Tengi búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á svæðinu og við hlökkum til að láta finna fyrir okkur á Akureyri með þeirra aðstoð. Við höfum lagt okkur fram við að mæta kröfum heimamanna eftir bestu getu.„
Mynd: Starfsfólk Nova á Akureyri: Guðrún Huld Gunnarsdóttir, Aníta Líf Valgarðsdóttir og Bergrún Bjarnadóttir.
UMMÆLI