Norðurorka hf. veitti á dögunum sjö milljónum króna í styrki til samfélagsverkefna. 45 verkefni hlutu styrk að þessu sinni en alls bárust Norðurorku 81 umsókn frá 79 aðilum.
Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að lögð sé áhersla á verkefni á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsveit þ.e. starfssvæði Norðurorku en styrkir hafa þó farið á verkefni á landsvísu einnig. Flest verkefnin eru á sviði menningar og lista en einnig verkefni á íþróttasviðinu og ýmiskonar fræðslu og útgáfustarf.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau verkefni eða þá aðila sem hlutu styrk.
Umsækjandi – styrkþegi | Málefni |
Akureyrar Akademían | Fræðandi fyrirlestrar fyrir íbúa öldrunarheimila |
Akureyrarkirkja – safnaðarnefnd | Sýning um byggingarsögu Akureyrarkirkju |
Anita Karin Guttesen | Listasmiðjan Laugum – sýningarrými o.fl. |
Anna Lóa Ólafsdóttir | Einn blár strengur – átaksverkefni – kynbundið ofbeldi |
Hollvinasamtök SAk. vegna Blóðbankans | Búnaðarkaup – blóðtökubekkir |
Brynjar Karl Óttarsson | Saga Kristneshælis – 90 ára afmæli 2017 |
DAM verkefni Oddeyrarskóla | Innleiðing á DAM – vinna gegn kvíða og neikvæðri líðan |
Eyþór Ingi Jónsson | Klassík í nýjum klæðum – samstarf við Sigurð Flosason. |
Fanney Kr. Snjólaugardóttir | Tónleikaröð 2017 – verk gleymdra kvenna |
Fimleikafélag Akureyrar | Parkour áhöld |
Fjallasalir | Uppbygging á safnamiðstöð á Ólafsfirði |
Freyvangsleikhúsið | Leiksýning í tilefni 50 ára afmælis |
Golfklúbbur Akureyrar | Efling barna og unglingastarfs |
Grófin Geðverndarmiðstöð | Rekstur miðstöðvar, námskeið o.fl. |
Hafþór Andri Sigrúnarsson | Afreksstyrkur – U20 Landsliðið í íshokký |
Handverkshátíðin Eyjafjarðarsveit | Listasmiðja fyrir börn á handverkshátíðinni 2017 |
Háskólinn á Akureyri | Vísindaskóli unga fólksins |
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Listasmiðja fyrir unglinga – barna og unglingastarf |
Hreinn Halldórsson | Tréskúlptúrar – menningartengd ferðaþjónusta. |
Hymnodía | Tónleikar með Voces Thules 2017 |
Ingunn Högnadóttir | Verkefni til stuðnings einstaklingum með málstol |
Írís Hrönn Kristinsdóttir í samstarfi við MS-HA | Forritun í gegnum leik |
Íþróttafélagið Akur | Keppnisferð til Svíþjóðar |
Jóhann Þór Hólmgrímsson | Vetrarólympíuleikar fatlaðra 2018 |
Knattspyrnufélag Akureyrar | Vinna að áætlun gegn einelti |
Kammerkór Norðurlands | Tónleikar og tónleikaferð |
Karlakór Akureyrar Geysir | Karlakóramót |
Kirkjukór Laugalandsprestakalls | Útgáfa á geisladisk |
Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar | Menningarstundir í tilefni 150 ára afmælis |
Kirkjukór Ólafsfjarðar | Afmælishátíð 100 ára afmæli kórs |
Kór Akureyarkrikju | Tónleikar og tónleikaferð |
Kvennakór Akureyrar | Kóramót |
Kvennfélagið Hlíf | Hjálp í heimabyggð |
Lauf Hrólfsdóttir | Námskeið – næring á meðgöngu |
Sveinn Jónsson | Minnisvarði um Látra Björgu |
Leikfélag VMA | Leiksýning og félagsstarf |
Leikklúbburinn Krafla | Sæborg í sókn – sýning |
Listvinafélag Akureyrarkirkju | Kirkjulistavika 2017 |
Menningarfélagið Hraun | Söguskilti í Öxnadal |
NyArk Media ehf | Damaskus Rósin – heimildarmynd um flóttamenn |
Sambýlið Borgargili 1 | Koma upp heitum potti í sambýlið |
Skíðafélag Siglufjarðar | Fjallaskíðamennska – æfingar og mót |
Svavar Alfreð Jónsson | Ljósmyndabók um Eyfirska fossa |
Ungmennafélagið Smárinn | Barna- og unglingastarf |
Úlfur Logason | Afreksstyrkur – listnám |
UMMÆLI