Norðurorka er vinningshafi Umhverfisverðlauna Terra 2023 á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Terra.
Í tilkynningunni á heimasíðu Terra segir:
„Norðurorka hefur sett fordæmi fyrir því hversu vel má flokka allt sem til fellur hjá stóru fyrirtæki. Hlutfall sem er urðað eða sent í brennslu er í algjöru lágmarki. Það samræmist stefnu Terra um að skilja ekkert eftir gríðarlega vel. Norðurorka hefur tileinkað sér þær nýjungar sem Terra býður upp á, hefur verið reiðubúin að prófa nýjar lausnir og gefið sitt álit á virkni þeirra.“
Á vef Norðurorku segir: „Norðurorka leggur mikla áherslu á umhverfismál í allri sinni starfsemi. Helstu aðgerðir fyrirtækisins til að draga úr kolefnislosun eru meðal annars með flokkun sorps og þar höfum við nýtt okkur þær nýju lausnir sem Terra hefur upp á að bjóða. Norðurorka vill vera í fararbroddi í umhverfismálum með gildi fyrirtækisins; virðing – fagmennska – traust, að leiðarljósi. Umhverfisverðlaun Terra eru okkur sannarlega hvatning til að halda áfram á sömu braut. Við hjá Norðurorku þökkum Terra kærlega fyrir þessa viðurkenningu á okkar starfi.“
UMMÆLI