Norðurljósin í Hofi um helgina fimmta árið í röð

Norðurljósin í Hofi um helgina fimmta árið í röð

Helgina 7. – 8. Desember verða hinir hátíðlegu jólatónleikar Norðurljósin haldnir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Komin er skemmtileg hefð á viðburðinn en þetta er fimmta árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir. Aðstandendur þeirra eru norðlenskir tónlistarmenn sem merkilegt nokk, sáu fram á vöntun á hátíðlegum jólatónleikum á Akureyri árið 2014 en þá voru margir tónleikahaldarar farnir að draga sama seglin á þessum vígstöðum.

Hljómsveit Norðurljósanna er skipuð norðlenskum tónlistarmönnum sem fá til sín góða gesti til að flytja uppáhalds jólalög þjóðarinnar, en söngvarar þetta árið eru þau Magni Ásgeirsson, Salka Sól, Óskar Pétursson, Sigríður Thorlacius, Jón Jónsson og Daði Freyr. Þeim til halds og traust er svo kammerkórinn Ísold.

Þrennir tónleikar eru nú komnir í sölu þessa helgi en viðburðarhaldarar hafa einnig í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar boðið nemendum 1. bekkjar grunnskólanna að koma á sérstaka tónleika sem haldnir eru föstudeginum.

Hljómsveit Norðurljósanna skipa þeir Arnar Tryggvason, Sumarliði Helgason, Haukur Pálmason, Pétur Hallgrímsson, Valmar Valjaots og Valgarður Óli Ómarsson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó