NTC

Þessir Norðlendingar koma fram á Iceland Airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin í Reykjavík dagana 2.-6. nóvember. Tónlistarhátíðin hefur verið haldin hér á landi síðan árið 1999 og er orðin sú stærsta hér á landi. Margir heimsfrægir listamenn hafa komið fram á Airwaves í gegnum tíðina og er hún í dag talin ein af helstu alþjóðlegu kynningarhátíðum heims á sviði tónlistar. Í ár munu PJ Harvey, Björk, Santigold og Dizzee Rascal koma fram ásamt fullt af öðrum erlendum og innlendum tónlistarmönnum. Við á Kaffinu tókum saman lista yfir þá listamenn frá Norðurlandi sem munu koma fram á hátíðinni.

Sjá einnig: Skorað á Akureyrarbæ að endurvekja Dynheima

Axel Flóvent

Gífurlega efnilegur tónlistarmaður frá Húsavík. Tónlist Axels má lýsa sem nútíma ‘folk’ músík, róleg og þægileg undir áhrifum frá indie rokki, poppi og raftónlist. Axel skrifaði undir samning við útgáfufyrirtækið Kobalt í sumar eftir að hafa gefið út smáskífuna Forest Fires. Hann hefur verið í upptökuveri undanfarið að vinna að plötu sem er væntanleg á næstunni. Axel spilaði einnig á Iceland Airwaves í fyrra og var í uppáhaldi hjá fjölmiðlum og miklar væntingar eru gerðar til hans í ár. Lög hans eru farin að fá útvarpsspilanir erlendis og lagið hans Beach kom fram í þættinum Vampire Diaries. Þekktasta lag Axels, Forrest Fire mun einnig vera notað í stórri auglýsingu í Þýskalandi á þessu ári. Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.

 

Kött Grá pjé

Kött Grá pjé er listamannsnafn rapparans Atla Sigþórssonar. Atli steig sín fyrstu skref í rappinu heima á Akureyri með hinni goðsagnakenndu rapphljómsveit,  Skyttunum. Hann vakti síðan athygli sem Kött Grá Pjé þegar lagið Aheybaró kom út árið 2013. Síðan þá hefur hann sent frá sér nokkur lög og spilað með öðrum listamönnum. Þar ber hæst að nefna þegar hann rappaði erindi í laginu Brennum Allt með Úlf Úlf. Atli mun gefa út sína fyrstu plötu sem Kött Grá pjé á næstunni.

 

Rythmatik

Akureyringurinn Árni Freyr Jónsson spilar á gítar í Rythmatik sem er indí rokk band frá smábænum Suðureyri. Þeir eru undir áhrifum frá breskum hljómsveitum frá áttunda áratuginum eins og The Smiths og Big Country. Hljómsveitin vann Músíktilraunir í fyrra og hafa í kjölfarið verið duglegir við að spila á tónlistarhátíðum hér á landi og erlendis. Þeir gáfu út plötu í kjölfar sigursins í músíktilraunum og hljómsveitin hefur vakið verðskuldaða athygli í íslenska tónlistargeiranum.

Úlfur Úlfur

Hljómsveitin Úlfur Úlfur á rætur sína að rekja til Sauðárkróks. Úlfur Úlfur hefur verið ein vinsælasta rapphljómsveit landsins undanfarið. Frá árinu 2010 hafa þeir félagar Helgi Sæmundur og Arnar Freyr verið duglegir að spila um allt land. Fyrsta breiðskífa þeirra Föstudagurinn langi kom út árið 2011. Platan Tvær plánetur kom síðan út árið 2015 og varð hún gífurlega vinsæl. Platan vann til þrenna verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum, þar á meðal verðlaun fyrir plötu ársins. Helgi Sæmundur kemur einnig fram á hátíðinni sem IamHelgi og í hljómsveitinni sxsxsx.

Off Venue:

Churchhouse Creepers:
churchhousecreepersRokkhljómsveit sem samanstendur af þremur piltum frá Akureyri og Dalvík. Bjarni Jóhannes Ólafsson spilar á gítar og syngur, Sigurgeir Lúðvíksson er bassaleikari og sér um bakraddir og Dagur Atlason trommar. Churchouse Creepers eru þekktir fyrir kraftmikla og góða sviðsframkomu. Þeirra fyrsta breiðskífa er væntanleg á næstunni og framtíðin er björt hjá Churchhouse Creepers sem munu ekki láta neitt standa í vegi fyrir sér við að ná sínum markmiðum.

 

KÁ-AKÁ:
dori-efstamyndHinn ungi og efnilegi rappari Halldór Kristinn Harðarsson hefur verið að koma sér á kortið á þessu ári. Hann hefur komið með krafti inn í rappsenuna og mætti segja að hann væri bjartasta von norðlenska rappsins þessa stundina. Halldór er 23 ára gamall Akureyringur í húð og hár sem ólst upp á Oddeyrinni og býr þar enn. Halldór hefur verið duglegur að gefa út lög og koma fram á síðustu mánuðum og hann er svo sannarlega ekki hættur. Í viðtali við Kaffið á dögunum sagði hann frá því að von væri á meira efni. Á döfinni er nýtt og ferskt efni, aðeins öðruvísi en það sem ég hef gefið frá mér, meira partý.”

Sjá einnig: „Að vera rappari á Akureyri er hark“

 

Four Leaves Left:
Félagarnir Árni Freyr og Jón Már mynda 11988257_1030140730350382_142912105905161770_nhljómsveitina Four Leaves Left. Þeir spila órafmagnaða tónlist á gítarana sína allt frá rólegri tónlist sem svipar til Bright Eyes út í jazz og fönk. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í byrjun árs 2016 þar sem þeir bættu við öðrum hljóðfærum eins og trommum, hljómborði og bassa við upptökurnar á henni.

 

 

Gringlombian: 
14641941_1223387471053023_7358016918188420951_nIvan Mendes fór af stað með Gringlombian sem sólo verkefni árið 2015 þegar hann tók þátt í Músíktilraunum. Síðan þá hefur Guðbjörn Hólm slegist í hópinn ásamt Herði Tulinius. Guðbjörn spilar á órafmagnaðann bassa og syngur bakraddir á meðan Hörður trommar. Ivan mun einnig koma fram einn á nokkrum ‘off venue giggum’ á hátíðinni.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó