Norðlenskir flautuleikarar mun leika í flautukór á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fimm flautunemendur frá Norðurlandi, þar af þrír út Tónlistarskóla Akureyrar munu koma fram á tónleikunum.
Á vef Tónlistarskólans á Akureyri segir að mikill spenningur ríki hjá hópnum. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri eru Katrín Karlinna Sigmundsdóttir, María Björg Sigurðardóttir og Vilborg Líf Eyjólfsdóttir. Þær eru allar nemendur Petreu Óskarsdóttur sem hefur undirbúið þær og er með þeim í þessari ævintýraferð í Reykjavík.
UMMÆLI