Norðlenska hlýtur jafnlaunavottun

Norðlenska hlýtur jafnlaunavottun

Norðlenska matborðið ehf. hlaut á dögunum jafnlaunavottun frá vottunarstofunni Vottun hf. Jafnlaunavottunin er staðfesting þess að jafnlaunakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jaunalaunastaðalsins  ÍST 85:2012.

Megintilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnustöðum. Með þessu á að tryggja jafnan rétt, jöfn laun og sömu réttindi og kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni.

Með jafnlaunavottuninni hefur Norðlenska matborðið ehf. öðlast heimild Jafnréttisstofu að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára. Jafnlaunamerkið er skráð vörumerki, og er því ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að komið hafi verið upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. 

Það var Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri Norðlenska (t.h.) sem veitti jafnlaunavottuninni viðtöku en hún ber jafnframt ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunastjórnunarkerfis fyrirtækisins. Með henni á myndinni er Stefanía G. Kristinsdóttir frá Vottun hf. (t.v.)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó