Nonykingz sendir frá sér nýtt lag sem fjallar um kaffidrykkju Íslendinga

Nígeríski tónlistarmaðurinn Nonykingz hefur sent frá sér nýtt lag og myndband. Lagið er tileinkað Íslendingum og kallast Coffee Lifestyle eða Kaffi Lífstíll. Í laginu fjallar hann um kaffimenningu Íslendinga og ástina sem íslenskt fólk ber til kaffis.

Nonykingz er búsettur á Akureyri og myndbandið er tekið upp í bænum. Nonykingz semur allskonar tónlist en markmið hans er að nota tónlistina til þess að tengja fólk frá Afríku við restina af heiminum. Lagið Coffee Lifestyle er unnið í samstarfi við Rúbín kaffi. Hægt er að hlusta á lagið og horfa á myndbandið við það í spilaranum hér að neðan en það má einnig nálgast lagið á Spotify.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó