Nokkur smit utan sóttkvíar og dreifast víða

Nokkur smit utan sóttkvíar og dreifast víða

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra komu 10 smit úr sýnatökum gærdagsins. Þar af voru nokkur þeirra hjá einstaklingum sem voru ekki í sóttkví og virðast vera að dreifast víða.
Alls eru nú 52 virk smit á svæðinu og 136 í sóttkví.

Biðla til fólks að huga vel að því hverja er verið að hitta

,,Viljum í fyrstu þakka fyrir viðbrögðin sem við fengum í gær vegna beiðni okkar hvað varðar gesti sem höfðu sótt veitingastaðinn Berlín um sl. helgi. Hvetjum við alla til að huga að þeim leikreglum sem í gildi eru og huga mjög vel að því hvert þeir fara, hverja þeir hitta og gæta vel að persónulegum smitvörnum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó