NTC

Nóg af eiturlyfjum í umferð á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri.

Kaffinu bárust ábendingar um að aukin kókaínneysla væri farin að gera vart við sig á skemmtanalífi Akureyrar og hafði því samband við Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri.
Nóg er að gera hjá rannsóknardeild lögreglunnar í fíkniefnamálum eins og venjulega en þó virðist engin sérstök aukning hafa átt sér stað í samanburði við síðustu ár.

Samkvæmt upplýsingum frá þeim hefur ekki ratað meira af kókaíntengdum málum inn á borð hjá þeim en venjulega. Hins vegar segja þeir að alltaf sé umferð á hvítum efnum svokölluðum en þar eru kókaín og amfetamín lang algengustu efnin.

Rannsóknardeildin hafði orð á því að Kannabis, eða Marijuana, væri lang vinsælasta efnið og væru flest mál sem berast fíkniefnadeildinni þess efnis.
Einnig hefur lyfjaneysla verið að aukast undan farin ár þar sem fólk er að misnota lyfseðilsskyld lyf sem eru uppáskrifuð hjá læknum. Aðspurðir hvort að einhver ákveðinn aldurshópur væri meira áberandi en annar í fíkniefnatengdum málum segja þeir svo ekki vera. Óalgengt sé þó að ungt fólk sé í hvítum efnum, mun fleiri mál tengd kókaíni og amfetamíni berast lögreglunni hjá aðeins eldra fólki.

Sambíó

UMMÆLI