Framsókn

Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaáriNemendur í MA. Mynd: ma.is

Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári

Mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Hópnum var falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna.

Sjá einnig: Skoða aukið samstarf eða sameiningu MA og VMA

Í tilkynningu sem Sigríður Huld, skólameistari VMA, sendi frá sér á vef skólans segir hún að niðurstaða viðræðna muni ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor.

Hún segir að skólameistarar VMA og MA hafi verið boðaðir á fund stýrhópsins fyrr í vikunni og að vinna sé hafin við að taka saman gögn og meta kosti og galla þess að auka samstarf eða sameina skólana.

„Hvert sem framtíðin leiðir okkur þá eru hagsmunir nemenda okkar leiðarljós og að hér á svæðinu verði áfram öflugt námsframboð með gæðanámi hvort sem það er til að undirbúa nemendur okkar undir störf eða háskólanám,“ segir Sigríður Huld.

VG

UMMÆLI