NTC

Niceair stefnir á Bretlandsflug í október

Niceair stefnir á Bretlandsflug í október

Stefnt er að því að hefja áætlunarflug Niceair frá Akureyri til Bretlands í október í samstarfi við fjórar breskar ferðaskrifstofur. Niceair hóf fyrst áætlunarflug til London í júní á síðasta ári en þá komu upp vandamál sem hafa tafið áætlunarflugið til Bretlands. Þorvaldur Lúðvík framkvæmdastjóri Niceair segir í samtali við RÚV að jafnvel væri hægt að byrja fyrr en í október að fljúga en þá sé vandamál að fá gistirými yfir sumartímann fyrir erlenda ferðamenn á Akureyri.

„Það er alveg líklegt að við gætum hafið flug áður en það er allavega klárt frá og með október. Það er ákveðið vandamál að við erum ekki með gistirými á Norðurlandi yfir sumartímann, það er ekkert hótelpláss til reiðu þannig að frá og með september verður þetta léttara undir fæti.“ segir Þorvaldur í samtali við RÚV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó