Framsókn

Niceair gerir hlé á starfsemi og aflýsir flugi

Niceair gerir hlé á starfsemi og aflýsir flugi

Norðlenska flugfélagið Niceir hefur aflýst flugi frá Akureyri frá og með morgundeginum og mun gera hlé á allri starfsemi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, segir ástæðuna þá að HiFly, erlendur samstarfsaðili Niceair, stóð ekki í skilum við afborganir til flugvélaeigenda. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þorvaldur Lúðvík segir á RÚV að þrátt fyrir það að Niceair hafi greitt allar sínar afborganir, hafi þær ekki skilað sér til eiganda flugvélarinnar. Því hafi þeir misst flugvélina og er gert ókleift að uppfylla skyldur sínar gagnvart flugfarþegum.

Niceair hóf áætlunarflug frá Akureyri til Evrópu síðasta sumar. Flugfélagið hefur flogið til Kaupmannahafnar, Tenerife, Edinborgar og Berlínar á árinu. Niceair flaug síðast til og frá Kaupmannahöfn á sunnudag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó