Norðlenska flugfélagið NiceAir byrjar að fljúga í júní. Áfangastaðir NiceAir, sem flýgur beint frá Akureyri, verða til að byrja með Kaupmannahöfn, London og Tenerife.
Sjá einnig: Fagna því að fá sitt eigið flugfélag á Akureyrarflugvöll – 20 störf verða til á Akureyri
NiceAir var stofnað á dögunum til að anna millilandaflug frá Akureyri. Nafnið NiceAir vísar til norður Íslands og og mun sinna vaxandi markaðisvæðisins fyrir bæði heimamenn og erlenda ferðamenn. Í upphafi verður flogið til Bretlands, Danmörku og Spánar en sala hefst á næstu vikum. Félagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum en þessi tegund flugvélar er langdræg og hentar vel fyrir aðstæður á Akureyri ásamt því að hafa gott fraktrými.
Bókanir opna innan skamms, en þeir sem geta ekki haldið í sér geta haft samband við bookings@niceair.is með sína fyrirspurn. Áætlað er að hefja flug 2. júní næstkomandi.