Niceair flýgur til Alicante allt næsta sumar

Niceair flýgur til Alicante allt næsta sumar

Norðlenska flugfélagið Niceair hefur framlengt flugáætlun sína til Alicante og mun fljúga vikulega á miðvikudögum frá apríl til 25. október 2023. Í byrjun nóvembar tilkynnti Niceair um að næsta vor myndi flugfélagið fljúga til Alicante og Düsseldorf.

Samkvæmt tilkynningu Niceair hafa viðtökurnar verið góðar og því hafi verið ákveðið að framlengja flugáætlunin. Niceair mun hefja flug til Alicante 16. apríl og 6. maí byrjar vikulegt flug til Düsseldorf.

Flugin eru þegar komin í sölu hjá Niceair. „Alicante tekur á móti þér með sól, hlýjum fagurbláum sjó og hvítum ströndum. Svæðið í kring er stútfullt af skemmtilegri afþreyingu fyrir alla aldurshópa, mikið úrval af góðum veitingastöðum og góður cerveza til að kæla sig niður,“ segir í tilkynningu Niceair.

Áfangastaðir Niceair eru Kaupmannahöfn, Tenerife, Düsseldorf og Alicante.

Sambíó
Sambíó