Sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók af neysluvatni á Ólafsfirði þann 1. nóvember sl. staðfesta að vatnið er hæft til neyslu. Sýni voru tekin í vatnstanki Brimnesdals og í Hornbrekku og voru fullnægjandi sbr. reglugerð um neysluvatn. Óverulegt frávik var í sýni sem tekið var úr neysluvatni Múlalindar.
Á undanförnum vikum hefur verið unnið að endurbætum á vatninu og á meðan hafa Ólafsfirðingar þurft að sjóða neysluvatnið. Þessar endurbætur hafa skilað tilætluðum árangri og nú er ekki lengur þörf á að sjóða neysluvatn bæjarins.
Vinna stendur yfir við að koma fyrir útfjólublárri geislun á neysluvatnið, sem tryggir fullkomið öryggi og gæði.
UMMÆLI