Framsókn

Neyðarákall frá Kisukoti – ,,Mikil aukning er á köttum sem fá ekki heimili“Mynd:Kisukot/facebook.

Neyðarákall frá Kisukoti – ,,Mikil aukning er á köttum sem fá ekki heimili“

Átakanlegur póstur er í deilingu á facebook um þessar mundir er varðar Kisukot – Kattaaðstoð á Akureyri. Frá árinu 2012 hefur Ragnheiður, sem stofnaði og rekur Kisukot, notað eigið heimili undir þessa óeigingjörnu starfsemi og bjargað mörg hundruð köttum og kettlingum.

Atli Viðar Jónsson, höfundur færslunnar sem nú gengur um facebook, segist hafa verið að aðstoða í Kisukoti undanfarið að bjarga og hjúkra veikum kettlingum og fullorðnum köttum.
„Fólk heldur oft að þetta sé ekkert nema gaman og gefandi því þú ert að knúsa kettlinga. Þannig er þetta ekki í raunveruleikanum og vil ég koma því á framfæri með þessum pósti.“

Alltaf fleiri kettir sem fá ekki heimili og þurfa að búa í Kisukoti

Hann tekur fram að í mörg ár hafi verið reynt að leita til Akureyrarbæjar um styrki eða húsnæði. Þá hafi dýraeftirlitið á Akureyri ekki tekið inn kött sl. þrjú ár og engin svör eru að fá hvenær þeir tóku seinast við ketti. Mikil aukning er á köttum sem fá ekki heimili og enda með að búa i kisukoti og þann kostnað greiðir Ragnheiður að hluta til. „Allir halda að sætur kettlingur sé svarið, nei bjargaðu ketti sama hversu gamall hann er. Fyrsta spurningin er alltaf um kettling, hvernig væri að spyrja um kött sem hefur upplifað hræðilega hluti, átt ömurlega eigendur og vantar bara einhvern til að gefa sér öruggt heimili og ást,“ segir Atli.

Setti af stað söfnun fyrir starfsemina

Atli hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að leggja málefninu lið en hann vill nýta framlögin til þess að kaupa 15 fermetra garðhús fyrir starfsemina. „Ástæða mín fyrir þessum pósti er að mig langar að koma i gang söfnun fyrir kisukot, því ekki vill þetta sveitarfélag okkar hjálpa okkur að reyna gera þessa starfsemi betri. Í mörg ár hefur Ragnheiður notað eigið heimili undir þessa óeigingjörnu starfsemi og borgar þar sjálf leigu en það er of lítið pláss.“


Þeir sem vilja leggja málefninu lið þá er upplýsingarnar hér:  

Kt. 650314-0180
Reikningsnúmer: 0162-26-006503

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó