Netákall Amnesty – Fimm börn tekin af lífi og tvö í hættu

Amnesty kallar á hjálp á netinu vegna hræðilegra atburða í Sómalíu. Þá voru yfirvöld í Puntland, Sómalíu sem tóku fimm unga drengi af lífi sem fundnir voru sekir um morð. Þeir játuðu verknaðinn einungis eftir að hafa verið pyntaðir í marga daga. Tveir drengir til viðbótar voru dæmdir og er í bráðri hættu um þessar mundir og því kallar Amnesty á hjálp í krafti undirskriftalista.
Yfirlýsingu þeirra má sjá hér að neðan: 

Mynd: Amnesty.

Þann 28. desember 2016 handtók lögregla í Bosaso sjö pilta fyrir meint morð á þremur háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Puntlands í norðaustanverðri Sómalíu. Ayub Yasin Abdi 14 ára, Muhamed Yasin Abdi 17 ára, Daua Saied Sahai 15 ára, Abdulhakin Muhamed Aweys 17 ára, Hassan Adam Hassan 16 ára, Nour Aldiin Ahmed 17 ára og Ali Ismaeil 15 ára voru allir handteknir og settir í varðhald í skipagámi í tvær vikur áður en þeir voru færðir á lögreglustöð. Tveir drengjanna tjáðu fjölskyldum sínum að þeir hefðu sætt margvíslegum pyndingum og annarri illri meðferð. Drengirnir voru meðal annars brenndir með sígarettum á kynfærum og æxlunarfæri bundin saman. Þá sættu þeir einnig vatnspyndingum, raflostum, barsmíðum og nauðgunum, uns þeir játuðu á sig morðin.

Réttað var yfir drengjunum sjö þann 13. febrúar 2017 þar sem þeir voru fundnir sekir um morð og dæmdir til dauða. Einu sönnunargögnin sem stuðst var við í lögsókninni voru játningar drengjanna. Þeir höfðu ekki aðgang að lögfræðingi á meðan á réttarhöldunum stóð og var ekki gert fært að draga játningar sínar til baka sem fengnar voru fram með pyndingum. Þeir áfrýjuðu úrskurðinum mánuði síðar án árangurs og upphaflegi dómurinn var staðfestur af herdómstól. Drengirnir fengu heldur ekki aðgang að lögfræðingi á áfrýjunarstiginu.

Fimm drengjanna voru teknir af lífi þann 8. apríl síðastliðinn en Muhamed Yasin Abdi og Daud Saied Sahal sitja enn í fangelsi og eru í bráðri hættu á að vera teknir af lífi. Fjölskyldur drengjanna fimm vita ekki hvar eða hvernig þeir voru teknir af lífi – þær fengu einungis fregnir af aftökunum í gegnum útvarpsstöð. Fjöldskyldur piltanna fimm hafa ekki einu getað grafið þá og veitt þeim sína hinstu kveðju þar sem ekki er vitað hvar líkin eru niðurkomin. 

Gríptu tafarlaust til aðgerða hér!

Það eina sem þú þarft að gera til að hjálpa er að skrifa undir á netinu. Þú getur gert það hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó