Listasafnið gjörningahátíð

Nemendur við MA lýsa yfir áhyggjum vegna grófra lýsinga á kynferðisofbeldi í námsefni

Nemendur við MA lýsa yfir áhyggjum vegna grófra lýsinga á kynferðisofbeldi í námsefni

Nýlega undirrituðu tveir nemendur Menntaskólans á Akureyri bréf þess efnis að hætta ætti með kennslu á bókinni Blóðberg, eftir Þóru Karítas Árnadóttir, vegna ítarlegra og grófra lýsinga af kynferðisofbeldi sem kemur fram í bókinni.

Bókin var gefin út árið 2021 og fjallar um stúlku, snemma á sautjándu öld, sem þaf að lifa með blóðskömm og inniheldur gróft efni.

„Við trúum því að það sé óásættanlegt að þeir nemendur sem hafa orðið fyrir einhverju formi ofbeldis eða hafa á einhvern hátt persónulega reynslu af þeim hræðilegu atburðum sem lýst er í þessum námsefnum, þurfi að upplifa vanlíðan í skólastofunni á stað þar sem þau eiga að finna fyrir öryggi og stuðningi.“ segja þær Ásdís Lind Vigfúsdóttir og París Anna Bergmann í bréfi sínu.

Telja þær að skólinn hafi brugðist sínum kröfum þar sem fyrirspurnum þeirra hefur verið svarað kurteisislega en hafi þær einungis fengið ráðleggingar um að leyta til stoðteymis til þess að vinna úr tilfinningum sínum.

Í bréfinu eru stuðningyfirlýsingar frá Fulltrúum Ungmennaráðs Akureyrarbæjar, Barna- og ungmennaráði heimsmarkmiða sameinuðuþjóðanna, Aflinu – Erla Hrönn framkvæmdastýra, Sigurþóru Bergsdóttur – framkvæmdastjóri Bergsins headspace, Hildi Jönu Gísladóttur – bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á Akureyri og talskonu Stígamóta – Drífu Snædal.

Ásamt því lýsa þær stuðningi frá 98% nemanda skólans um að fjarlægja bókina úr námskeiðum.

Karl Frímannsson, skólameistari MA, sagðist sjálfur ekki vera búinn að fá bréfið afhent frá nemendunum en hafi hann átt samtal við þær. Hann segir að reynt sé að koma til móts við nemendur sem upplifi vanlíða við lestur á bókmennntum sem fjalla um álitamál eða viðkvæm mál, sem bókmenntir í framhaldsskólum fjalli oft um, oft sé verið að reyna varpa ljósi á það hvernig málum áður háttað og hvað hafi breyst í gegnum tíðina.

Einnig segir hann í samskiptum við Kaffið: „Fagmennska kennara ræður för þegar námsefni er valið og hvorki útgefið né meitlað í stein af hálfu skólans hvaða bækur skuli lesa. Slíkt er stöðugt í endurskoðun þar sem snúið getur verið að velja bækur fyrir fjölmenna hópa. Í sumum áföngum standa nokkrar bækur nemendum til boða sem þeir gata valið um.“ 

Við erum fyrst og fremst bundin af því að setja ekki nemendum afarkosti þegar svona stendur á“ segir Karl en undir lokin fagnar hann því að nemendur hafi frumkvæði að því að stofna til málefnalegrar umræðu og telur hann starfsmenn skólans hagi störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna.

Hér er hlekkur að bréfi nemandanna sem var birt var á Instagram

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó