Nemendur í ferðamálaáfanganum FER í Menntaskólanum á Akureyri fóru í vikunni í óvissuferðir til borga sem þeir hafa aldrei heimsótt áður.
Nemendurnir fengu ekki að vita áfangastaði sína fyrr en þeir voru komnir á Leifsstöð í Keflavík en þar var skipt hópnum niður í smærri hópa. Unnið hefur verið að undirbúningi ferðarinnar í vetur og hefur hver nemandi undirbúið ferð til ákveðinnar borgar.
Þeir sem unnu að borgunum Kraká, Búdapest, Gdansk, Varsjá, Bratislava og Prag eru hins vegar í þeirri stöðu að vera forsprakkar í sínum hópi. Ferðin verður skráð á myndband ásamt viðtölum við þarlenda og að lokum eftir heimferðina gerð kynningarmynd um hverja borg.
Nemendurnir sýna frá ferðalagi sínu beint á Snapchat en hægt er að fylgjast með þeim undir notendanafninu fer2018ma.
UMMÆLI