NTC

Nemendur úr Fjallabyggð unnu hönnunarkeppni félagsmiðstöðva


Stíll 2018 fór fram í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi í dag og var þemað í ár “Drag”. Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Neon tóku þátt í keppninni ár og unnu sigur. Hreint frábær árangur hjá þessu unga fólki en þau heita Sunna Karen Jónsdóttir, Birna Björk Heimisdóttir og Cristina Silvia Cretu.

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Keppt hefur  verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur fyrir sambærilegri keppni í Kópavogi.  Rúmlega 120 unglingar í 27 liðum tóku þátt í keppninni í ár.

Sambíó

UMMÆLI