Gæludýr.is

Nemendur Oddeyrarskóla gegn einelti

Nemendur Oddeyrarskóla gegn einelti

Undanfarið hafa nemendur í 1. bekk Oddeyrarskóla skartað húfum gegn einelti. Húfurnar fengu nemendurnir í gjöf frá skólanum en  Linda Óladóttir og Hafdís Bjarnadóttir, kennarar við skólann, prjónuðu þær. Húfurnar eru allar ólíkar, í ólíkum litum og með ólík mynstur til marks um það að við erum öll ólík og hver og einn er einstakur. Á öllum húfunum stendur GEGN EINELTI.

Húfurnar fengu nemendurnir í kjölfar þess að hafa unnið með efni bókarinnar Litla lirfan ljóta eftir Friðrik Erlingsson.

Nemendurnir fengu einnig armbönd frá skólanum líkt og eldri nemendur skólans.  Á armböndunum eru rituð einkunnarorð skólans, ÁBYRGÐ-VIRÐING-VINÁTTA og staðhæfingin „Ég legg ekki í einelti“.

VG

UMMÆLI

Sambíó