Nemendur í Naustaskóla kynntu sér atvinnulíf Akureyrar

Í vor hafa nemendur í 8-10 bekk í Naustaskóla unnið að verkefni í sambandi við fyrirtæki og stofnanir á Akureyri. Nemendur kynntu sér fyrirtæki og stofnanir í bænum, ólíka starfsgreinar og hvaða menntun eða starfsreynslu þarf innan þeirra.

Einstaklingar úr atvinnulífinu komu í heimsókn í skólann og kynntu störf sín og menntun fyrir nemendur. Því næst fengu nemendur val um hvaða fyrirtæki og stofnanir þeir vildu heimsækja, útbjuggu spurningalista og höfðu sjálfir samband við fyrirtækin sem þeir vildu heimsækja.

Nemendur tóku viðtöl við starfsmenn, fengu kynningu á fyrirtækinu og starfsemi þess. Því næst afrituðu nemendur viðtölin upp orðrétt, kynntu sér hvaða nám þurfti fyrir tiltekin störf og  útbjuggu svo bæklinga og plaköt. Í lokin voru nemendur með kynningarbás og buðu aðstandendum, fjölskyldu og starfsfólki á kynninguna.  Verkefnið tók um 10 vikur og var hluti af sérstökum smiðju áfanga sem er kenndur í skólanum.

„Nemendur stóðu sig mjög vel, unnu vel saman og afraksturinn til fyrirmyndar. Hæfileikaríkir einstaklingar hér á ferð sem eiga eftir að marka spor sín í atvinnulífinu í framtíðinni,“ sagði Hildur Bettý Kristjánsdóttir deildarstjóri Naustaskóla við Kaffið.

Myndir frá kynningu krakkanna á verkefninu má sjá hér að neðan:

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó