Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri stóðu fyrir allskonar gjörningum og viðburðum í góðgerðarvikunni sem nemendur halda árlega í byrjun árs. Þetta árið rann allur ágóði söfnunarinnar til Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Stærsti gjörningurinn, og jafnframt sá síðasti, var hópur nemenda sem gekk yfir Vaðlaheiði í síðustu viku í kulda og hríðarveðri. Nemendurnir, sem voru sextán talsins, lögðu af stað kl. 10 um morguninn í Fnjóskadalnum og fengu björgunarsveitarmenn með sér í för svo þau kæmust örugglega leiðar sinnar. Nemendurnir skiptust á að bera börur frá björgunarsveitinni á leið sinni, með ígildi líkamsþyngdar manneskju. Göngunni lauk svo á sjúkrahúsinu á Akureyri aðeins sex tímum síðar.
Göngugarparnir voru með beina útsendingu meðan á göngunni stóð, þegar símasamband á heiðinni leyfði. Nú hafa þau tekið saman öll helstu augnablikin og búið til þetta skemmtilega myndband.
UMMÆLI