NTC

Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar vilja Jón Gnarr sem forseta

Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar vilja Jón Gnarr sem forseta

Fimmtudaginn 23. maí hélt 3. bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar Krakkakosningar. Krakkakosningar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV. Krakkakosningar fara fram í tengslum við forsetakosningar sem fara fram þann 1. júní nk.

3. bekkur bauð 1. til 7. bekk að koma og taka þátt í Krakkakosningum með sér. 135 nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt og greiddu atkvæði í kosningunum. Nemendur í 3. bekk útbjuggu kjörkassa og kjörklefa ásamt því að standa vörð á kjörstað með því að taka niður nöfn þeirra sem kusu og afhenda kjörseðla.

Þátttaka í árgöngunum var um 89% og vann Jón Gnarr kosningarnar með 40 atkvæðum.

Allir nemendur tóku virkan þátt og eiga sannarlega framtíð í heimi kosninganna segir á vefsíðu Grunnskóla Fjallabyggðar.

Krakkakosningar Grunnskóla Fjallabyggðar 2024 – úrslit

Myndir og heimild/Grunnskóli Fjallabyggðar

VG

UMMÆLI

Sambíó