Nemendur í Giljaskóla safna fyrir UNICEF

Nemendur í Giljaskóla safna fyrir UNICEF

UNICEF Hreyfingin fór fram í frábæru veðri í Giljaskóla á Akureyri í dag. Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi.

„Von okkar er að virkja samstöðu með jafnöldrum okkar barna víða um heim, að þau átti sig á að öll börn eiga sömu réttindi og að saman geti þau lagt sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað,“ Segir í tilkynningu.

Hreyfingin í ár gekk þannig fyrir sig að börnin gengu, skokkuðu eða hlupu einn hring um Giljahverfið og unnu síðan nokkur verkefni í blönduðum aldurshópum. Verkefnin tengdust Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og börnum á grunnskólaaldri sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín af ólíkum ástæðum. Fyrir þetta höfðu börnin safnað áheitum og fengu límmiða í sérútbúin vegabréf fyrir verkefnin sem þau unnu. Þau sem leystu þrautirnar hraðast gátu í lokin farið aukahring um hverfið til þess að fylla sitt vegabréf af límmiðum.

Skipulag Hreyfingarinnar er í höndum nemenda og umsjónarfólks Réttindaráðs Giljaskóla sem gera sitt besta til þess að blanda saman hugþrautum og líkamlegri hreyfingu svo að sem flest börn nái að njóta sín með einhverjum hætti á meðan viðburðurinn stendur yfir og taka tillit til barna á miklu aldursbili, 6-16 ára.

Allt saman heppnaðist þetta vel hjá þeim og nemendur skólans unnu sér inn ótal límmiða sem þau fara með heim og innheimta áheitin sem þau söfnuðu. Á seinasta ári söfnuðust rúmlega 130 þúsund krónur og segjast skiðuleggjendur vonast eftir eins góðu gengi í ár. Hafi lesendur áhuga á að styrkja þessa söfnun er hægt að leggja beint inn á hana á heimasíðu Unicef með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó