Nemendur Hlíðarskóla stóðu fyrir kosningu á Degi mannréttinda barna

Nemendur Hlíðarskóla stóðu fyrir kosningu á Degi mannréttinda barna

Í tilefni af Degi mannréttinda barna 20. nóvember síðastliðinn stóðu nemendur í Hlíðarskóla fyrir kosningum innan skólans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans.

Allir nemendur unnu saman að því að innan bekkja móta stefnumál og koma fram með áherslur og atriði sem skipta þau máli í sínu nærumhverfi. Bekkirnir stofnuðu svo „stjórnmálaflokk“ í hverri stofu.

„Flest málefnin snéru að því að gera skólann að betri stað, breytingar á útisvæðinu okkar komu fram hjá öllum flokkum, óskir um að fá að koma með nesti einu sinni í mánuði, hafa dótadag reglulega, fá salatbar í matsalinn til að hafa alltaf aðgang að hollu grænmeti í hádeginu burt séð frá því sem væri í matinn hverju sinni,“ segir á vef Hlíðarskóla.

NTC

Nemendur stóðu fyrir kynningu fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans og svo var kosning. Mjög góð þátttaka var í kosningunum og gafst gott tækifæri til að kenna mikilvægi þess að tjá skoðun sína og mæta á kjörstað. Nýta lýðræðið og hversu dýrmætt það er. Sett var upp kjördeild í Skildi og farið eftir öllum helstu atriðum lýðræðislegra kosninga.

Þegar úrslitin lágu fyrir var það að lokum flokkurinn Kexkökurnar sem báru sigur úr býtum.

Helstu áherslur flokksins eru:

  • –Einu sinni í mánuði mega yngri deild og eldri deild spila borðspil eða kahoot.
  • -Bæta leiksvæði á skólalóð, t.d kastali og línur fyrir fótboltavöll.
  • -Nýta skjöld betur ásamt því að nýta úti svæðið betur. Nýta fjörunna betur og stækka heimilisfræði stofu.
  • -Hafa salatbar til að fá í hádegi og hafa sósu þannig við getum fengið okkur salat í skál.

Dagur mannréttinda barna er haldinn 20. nóvember ár hvert og er hann helgaður vitundarvakningu og fræðslu um Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og þau réttindi sem öll börn eiga að njóta. 

Mynd: Akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó