Naumur sigur Þórs fyrir sunnanMynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Naumur sigur Þórs fyrir sunnan

Handboltalið Þórsara vann mikilvægan útisigur á Fram2 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í gær. Lokatölur urðu 33-34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þór, þar segir einnig:

Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn afar hraður og skemmtilegur en þó vissulega aðeins á kostnað varnarleiksins. Þórður Tandri Ágústsson og Arnór Þorri Þorsteinsson áttu mjög góðan leik í sókninni. Tandri skoraði 10 mörk og Arnór skoraði 7. Oddur Gretars skilaði að sjálfsögðu góðu sóknarframlagi og var með 6 mörk. 

Eftir smá hikst í fyrsta leik er Þórsliðið komið á sigurbraut með fjögur stig af sex mögulegum og á toppi deildarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó