Flugmaður þurfti að nauðlenda einkaflugvél rétt norðan við bæinn Dagverðareyri í Eyjafirði í gær vegna bilunar í mótor vélarinnar. Þetta kemur fram á mbl.is.
Tveir voru um borð í vélinni en haft er eftir varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra á vef mbl.is að þá hafi ekki sakað. Flugmaðurinn lenti vélinni án áfalla að sögn varðstjórans.
UMMÆLI