NTC

Natan Dagur grætti dómara í norska Voice

Natan Dagur grætti dómara í norska Voice

Akureyringurinn Natan Dagur Benediktsson stóð sig frábærlega þegar hann tók þátt í norsku útgáfu sjónvarpsþáttarins Voice. Natan Dagur söng lagið Bruises eftir Lewis Capaldi og grætti dómara þáttarins með frammistöðu sinni.

Í mynd­bandi sem sjónvarpstöðin TV2 hefur birt má sjá Natan í fyrstu á­heyrnar­prufunni þar sem hann fær fullt hús stiga hjá öllum dómurum.

Natan Dagur ferðaðist til Noregs ásamt föður sínum til þess að taka þátt í keppninni en systkini hans eru búsett í Noregi. Þeir hafa verið í Noregi síðan í haust vegna Covid-19 faraldursins.

Fyrsti þáttur norska Voice verður frum­sýndur í kvöld í Noregi klukkan 20 að staðar­tíma.

Frammistöðu Natans má sjá á vef TV2 í Noregi með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó