Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Natan Dagur Benediktsson gaf út sitt fyrsta frumsamda lag í dag á miðnætti. Lagið heitir Stuck in Time og þú getur hlustað á það í spilaranum hér að neðan.
„Takk fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Undanfarið ár hefur verið klikkað og ég hef lært heilan helling. Ég er svo spenntur fyrir því að gefa út þetta lag og geta deilt með ykkur árangri erfiðisins.“
Natan sló í gegn í norsku útgáfu Voice sjónvarpsþáttanna á síðasta ári og hefur síðan verið að vinna í tónlist sinni.
Sjá einnig: Natan Dagur grætti dómarana og komst í úrslit
Hlustaðu á lagið:
UMMÆLI