Natalia Ramírez Carrera ver doktorsritgerð sína

Natalia Ramírez Carrera ver doktorsritgerð sína

Mánudaginn 10. júní mun Natalia Ramírez Carrera verja doktorsritgerð sína í auðlindavísindum við Háskólann á Akureyri.

Doktorsritgerðin ber heitið: Geta fléttur þjónað sem hýslar fyrir Pseudomonas syringae í íslenskum vistgerðum? Einangrun P. syringae stofna úr íslenskri engjaskóf, greining á plöntusýkjandi virkni þeirra og áhrifum á hvarfefnamengi fléttnanna.

Vörnin fer fram á ensku í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 13:00 og er öllum opin.

Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Dr. Odds Vilhelmssonar, prófessors við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Auk hans voru í doktorsnefnd Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir, dósent við Auðlindadeild HA, Robert W. Jackson, sviðsforseti við Birmingham Institute of Forest Research, Starri Heiðmarsson, starfandi forstöðumaður hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra og frá French National Institute for Agricultural Research (INRAE); Cindy E. Morris, forstöðumaður hjá Plöntumeinadeild INRAE og Odile Berge, sérfræðingur.

Andmælendur eru Gabriele Berg prófessor við Institute of Environmental Biotechnology, Graz University of Technology, Graz, Austurríki og Jonathan M. Jacobs dósent við Infectious Disease Institute, College of Food, Agricultural and Environmental Sciences, Columbus, USA.

Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna og Dr. Brynjar Karlsson, forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs munu stýra athöfninni.

  • Áhugasöm geta nálgast frekari upplýsingar um doktorsefnið, doktorsrigerðina og hlekk á streymi hér.

UMMÆLI