Natalia og Zaneta framlengja við Þór/KA

Natalia Gomez í leik með Þór/KA. Mynd: thorsport.is

Natalia Gomez í leik með Þór/KA. Mynd: thorsport.is

Hin mexíkóska Natalia Gomez og hin bandaríska Zaneta Wyne hafa skrifað undir nýjan samning við Þór/KA. Þær léku báðar með liðinu síðasta sumar.

Natalia er 25 ára miðjumaður. Hún lék alla leiki Þór/KA síðasta tímabil og skoraði í þeim 4 mörk. Zaneta kom til liðsins um mitt sumar og lék 10 leiki með liðinu og skoraði 1 mark.

Sjá einnig: Sandra María framlengir við Þór/KA

Lið Þór/KA hefur verið duglegt að gera samning við lykilmenn sína en á dögunum skrifaði Sandra María Jessen undir nýjan samning við liðið.

Í tilkynningu á heimasíðu Þórs eru þetta sögð vera gríðarlega ánægjuleg tíðindi og að framundan séu spennandi tímar hjá liðinu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó