Natalia Lalic til Þórsara

Natalia Lalic til Þórsara

Körfuboltakonan Natalia Lalic er gengin til liðs við Þór og mun leika Þórsliðinu í Bónusdeildinni í körfubolta í vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins.

Natalia er áströlsk en með ítalskt vegabréf og lék áður í bandaríska háskólakörfuboltanum með Indiana State Sycamores. Hún er 25 ára gömul og leikur sem bakvörður.

Hún kemur til Þórs frá Woodville Warriors í heimalandinu þar sem hún lék í NBL1 deildinni.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Tindastóli þann 30.október næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó