Nagladekk bönnuð eftir nokkra daga – Valda miklum slitum og svifryksmengun

Nagladekk bönnuð eftir nokkra daga – Valda miklum slitum og svifryksmengun

Akureyrarbær vill minna ökumenn á að notkun nagladekkja er bönnuð frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þeirra sé þörf vegna akstursaðstæðna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum.

Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna með því að slíta malbikið hundraðfalt hraðar en önnur dekk. Einnig auka þau eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. 
Svifryksmengun á Akureyri hefur þrisvar mælst yfir heilsumörkum það sem af er aprílmánaðar og bæjaryfirvöld reyna að stemma stigu við vandanum.

Tökum því nagladekkin úr umferð eigi síðar en 15. apríl.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó