NTC

Nafnabreyting á Akureyrarkirkju samþykkt

Nafnabreyting á Akureyrarkirkju samþykkt

Á fundi sóknarnefndar Akureyrarkirkju í gær var samþykkt að formlegt heiti kirkjunnar yrði héðan af Akureyrarkirkja – kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis. Greint er frá þessu á vef Akureyri.net.

Ákvörðunin er tekin í tilefni af 187 ára afmælis Matthíasar sem fæddist þann 11. nóvember árið 1835. Á hverju ári er haldin samkoma í kirkjunni, Matthíasarvaka, til heiðurs honum.

Matthías var sóknarprestur á Akureyri í þréttán ár, frá 1887 til 1900. Í grein Akureyri.net kemur fram að Matthías hafi verið fyrsti heiðursborgari Akureyrar. 

VG

UMMÆLI

Sambíó