NTC

Næsthlýjasti október á Akureyri síðan mælingar hófust

a-akureyri
Október var víðast hvar á landinu sá hlýjasti frá því mælingar Veðurstofunnar hófust. Frost var nánast ekkert í mánuðinum en það telst mjög óvenjulegt á þessum árstíma.

Í mælingum Veðurstofu Íslands kemur fram að þó svo að októbermánuður hafi verið sá hlýjasti frá því að mælingar hófust var úrkoma einnig í sögulegu hámarki. Úrkoman var mest sunnan og vestanlands og var úrkoman í Reykjavík 206,9 mm eða rúmlega tvöfalt meira en meðalúrkoma.

Á Akureyri var meðalhitinn 7,5 stig, 4,5 stigum fyrir ofan meðaltalið á árunum 1961 til 1990 og 4,2 stigum hærri en meðalhiti undanfarinna tíu ára. Þetta er einnig næsthlýjasti október á Akureyri en leita þarf aftur til ársins 1946 til að finna hærri hitatölur.

Hvort þessi góða tíð í októbermánuði boðar harðan vetur skal ósagt látið.

Sambíó

UMMÆLI