Fimmtudaginn 14. júní hefst nýr þáttur á N4 þar sem fjallað verður um þá landsliðsstráka frá landsbyggðunum sem komust í lokahóp HM í Rússlandi.
Þættirnir verða alls fjórir og í hverjum þeirra verða tveir landsliðsmenn teknir fyrir. Umsjónarmenn eru Skúli Bragi Magnússon dagskrárgerðarmaður og Árni Rúnar Hrólfsson kvikmyndatökumaður.
„Við fáum að kynnast strákunum með augum bæjarfélagsins þaðan sem þeir koma. Foreldrar, ömmur og afar, bræður og systur, vinir og þjálfarar segja frá uppvaxtarárum og karakter strákanna. Við fengum frábærar móttökur við gerð þáttanna, allir voru tilbúnir til að hjálpa okkur við að gera skemmtilegt sjónvarp og síðast en ekki síst upplýsandi. Í þessum þáttum kemur margt nýtt fram, sem til þessa hefur ekki verið nema á vitorði þeirra nánustu. Við renndum í raun og veru nokkuð blint í sjóinn, en eftir því sem líður á vinnsluna erum við sannfærðir um að þættirnir komi til með að vekja athygli,“ segja þeir félagar Skúli Bragi og Árni Rúnar.
Landsbyggðastrákarnir okkar í þáttunnum eru eftirtaldir leikmenn:
Björn Bergmann Sigurðarsson – Akranes
Jón Daði Böðvarsson – Selfoss
Arnór Ingvi Traustason – Reykjanesbær
Samúel Kári Friðjónsson – Reykjanesbær
Aron Einar Gunnarsson – Akureyri
Birkir Bjarnason – Akureyri
Hólmar Örn Eyjólfsson – Sauðárkrókur
Alfreð Finnbogason – Grindavík
Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum:
Fyrsti þátturinn verður frumsýndur fimmtudaginn 14. júní klukkan 20:30
Annar þátturinn er á dagskrá mánudaginn 18. júní klukkan 20:30
Þriðji þátturinn er á dagskrá þriðjudaginn 19. júní klukkan 20:30
Fjórði þátturinn er á dagskrá miðvikudaginn 20. júní klukkan 20:30
UMMÆLI