Nemendur og starfsfólk í Síðuskóla á Akureyri sýndu stuðning á baráttudegi gegn einelti sem var á miðvikudeginum í síðustu viku. Farið var út á skólalóð skólans þar sem allir mynduðu tvö risastór hjörtu með því að haldast í hendur. Stærra hjartað var myndað af nemendum en starfsfólk myndaði annað hjarta innan í því stóra.
„Við vildum með þessu sýna að við í skólanum stöndum saman gegn einelti af öllu tagi, erum góð hvert við annað og sýnum virðingu í samskiptum,“ segir Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla í samtali við vef Akureyrarbæjar.
UMMÆLI