Gæludýr.is

Myndlistarsýning Anika Gardner opnar á laugardaginn

Myndlistarsýning Anika Gardner opnar á laugardaginn

Myndlistarsýning Anika Gardner, Vacuole, opnar laugardaginn 24. júní kl. 14.00. Anika Gardner er gestalistamaður Gilfélagsins í júní mánuði. Sýningin er opin laugardag 24. og sunnudag 25. júní frá 14 – 17.

Vacuole: frá vacuus (latínu) sem þýðir tóm, vacuole er hol í líkams vefnum. Þessi sýning er röð af munum og myndbandi í samtali við hin dreifðu mörk holds, vélar, þess mannlega, þess ó-mannlega sem einkennir líf okkar. Með vísun til rannsókna á mjúkum vélmennum, lífrænum vélmennum og gervigreind, nota verkin arduino rafeindatækni og lífrænt fjölliða latex til að skapa tilfinningu fyrir vélrænu og líffræðilegu lífi hlutanna. Í hluta-rannsóknarstofunni virka andardráttur, hjartsláttur og rafræn metrónóm í ósamræmi.

Þegar litið var á vélar sem tómar, lausar við tilveru, reyna þessi verk að hrekja þessa eðlislægu forsendu  og boða nýtt tímabil vélræns, lífræns sam-skilnings.

Sambíó

UMMÆLI