NTC

Myndlist í brjáluðu húsi

Gústav Geir Bollason

Gústav Geir Bollason

Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17-17.40 heldur Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist í brjáluðu húsi. Í fyrirlestrinum fjallar hann um sögu, tilgang, áfanga og markmið Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Hann segir m.a. frá ólíkum verkefnum og hugmyndinni að baki þeim. Aðgangur er ókeypis.

Gústav Geir Bollason útskrifaðist frá MHÍ 1989, var gestanemi við Magyar Képzőművészeti Egyetem í Búdapest veturinn 1989-90 og útskrifaðist með Diplôme National Supérieur d’Expression Plastique frá École Nationale Supérieure d’Arts de Paris Cergy 1995. Hann starfar við myndlist (teikningar, kvikmyndir og rýmisverk),verkefna- og sýningarstjórnun og kennslu auk þess að hafa umsjón með Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Þetta er næstsíðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þann síðasta heldur Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, þriðjudaginn 29. nóvember. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin.

Sambíó

UMMÆLI