Undanfarna daga hefur myndband gengið manna á milli á samskiptamiðlinum Facebook þar sem ungt fólk sést stunda kynlíf a skemmtistaðnum Austur í Reykjavík.
Parið sést stunda kynlíf inni á klósettbás með opna hurð á staðnum og virðist hafa myndast hópur áhorfenda í kringum fólkið. Á myndbandinu sést að fleiri en einn er að taka atvikið upp. Myndbandið hefur ferðast hratt á samskiptamiðlum og samkvæmt heimildum okkar eru fleiri en ein útgáfa á ferðinni.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem myndband sem þetta fer í dreifingu en slíka dreifingu má flokka sem svokallað hrelliklám – það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni.
UMMÆLI