Myndband: Klæddi sig upp sem Rúnar Eff á öskudaginn

Rúnar Eff

Tómas Steindórsson er vinsæll á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann ákvað að klæða sig upp sem söngvarinn Rúnar Eff á öskudaginn í gær og setti myndband á Twitter aðgang sinn sem hefur vakið miklar vinsældir.

Rúnar sló í gegn á Íslandi í fyrra þegar hann tók þátt í undankeppni Eurovision á síðasta ári með lagið Mér við hlið en komst því miður ekki alla leið.

Rúnar Eff virtist ánægður með uppátæki Tómasar en þegar hann sá mynd af Tómasi í Rúnar Eff búningnum skrifaði hann:  „asskoti myndarlegur maður þessi Tómas :)“

Myndband Tómasar má sjá hér að neðan.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó