Myndband: Emmsjé Gauti og Birkir Bekkur fóru saman í ræktina

Rapparinn Emmsjé Gauti er að ljúka tónleikaferðalagi sínu um Ísland. Emmsjé hefur síðan í byrjun júní verið á ferðalagi um landið og hefur sent daglega frá sér vefþætti. Um helgina kom hann við á Akureyri og hélt magnaða tónleika á Græna Hattinum.

Sjá einnig: Emmsjé Gauti á tónleikaferðalagi um landið: „Það er eitthvað sérstakt við Græna Hattinn”

Gauti og föruneyti hans eyddu deginum á Akureyri með okkar eigin KÁ-AKÁ eða Halla Rappara. Þeir fóru á Hamborgarafabrikkuna, í heimsókn til ömmu og afa Gauta og kíktu svo við hjá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar þar sem að Birkir Bekkur kenndi þeim að lyfta lóðum.

Um kvöldið voru svo tónleikar á Græna Hattinum þar sem að KÁ-AKÁ hitaði mannskapinn upp áður en Emmsjé Gauti steig á svið ásamt leynigestinum Aroni Can. Myndband frá deginum má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó