NTC

Myndband: Birkir Bjarnason á skotskónum í Sviss

birkir-bjarnason

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var á skotskónum í svissnesku úrvalsdeildinni þegar lið hans, Basel, bar sigurorð af Lausanne í gærkvöldi.

Það stóð þó tæpt því Lausanne komst óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik og leiddu allt þar til á 67.mínútu þegar Birkir jafnaði metin með laglegu marki. Kólumbíski varnarmaðurinn Eder Alvarez Balanta tryggði svo Basel sigur með marki í uppbótartíma. Birkir lék allan leikinn.

Basel er algjört yfirburðarlið í Sviss og hefur unnið alla átta leiki sína á tímabilinu til þessa. Liðið hefur ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar.

Birkir er á sínu öðru tímabili hjá liðinu en liðið hampaði svissneska meistaratitlinum í fyrra og spilaði Birkir mikilvægt hlutverk hjá meisturunum.

Myndband af marki Birkis má sjá hér fyrir neðan.

Sambíó

UMMÆLI