Myndband: Binni Glee öskrar á hátalara

Akureyringurinn Brynjar Steinn er ein skærasta Snapchat stjarna landsins. Brynjar sem gengur þar undir notendanafninu binniglee hefur slegið í gegn á forritinu og þúsundir fylgjast með honum daglega.

Brynjar er einnig á Twitter og birtir þar reglulega efni sem hann tekur upp á Snapchat. Nýjasta myndband hans á Twitter hefur vakið mikla athygli en þar reynir hann að ná sambandi við Google-hátalara sinn en það reynist honum erfiðara en við var að búast.

Hátalarinn lætur ekki til segjast og Binni neyðist til þess að hækka róminn. Þetta sprenghlægilega myndband hefur vakið mikla athygli á meðal notenda Twitter og hafa yfir þúsund manns líkað við það. Myndbandið má sjá hér að neðan.

https://twitter.com/binniglee/status/953291874697129984

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó